![]()
Framleiðsla á kindakjöti jókst um 4,6 prósent á síðasta ári frá árinu 2010 á meðan að eilítið dró úr framleiðslu á nautakjöti eða um 0,9 prósent. Þá jókst framleiðsla á alifuglakjöti um tæp fimm prósent og en mest jókst framleiðsla á hrossakjöti eða um tíu prósent. Hrossakjöt er þó ennþá langminnstur hluti kjötmarkaðarins, rétt rúm þrjú prósent, en aðeins voru framleidd 878 tonn á síðasta ári. Þá dregur nokkuð úr framleiðslu á svínakjöti eða um 1,8 prósent.