![]()
Á vef Matvælastofnunar eru nokkur heilræði til dýraeigenda sem vert er að taka undir. Þar kemur fram að við hver áramót verði slys eða óhöpp sem rekja megi til ofsahræðslu dýra við flugelda og hávaðann frá þeim. Dýraeigendum er m.a. ráðlagt að halda dýrum innandyra þar sem því er við komið, draga fyrir glugga, hafa ljós kveikt og jafnvel hafa útvarp í gangi til að deifa áhrifin af sprengingunum.