![]()
Hagþjónusta landbúnaðarins verður lögð niður um komandi áramót. Er þetta gert í samræmi við lög nr. 74/2011 sem samþykkt voru í júní síðastliðnum en í þeim felst að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skuli hlutast til um hagþjónustu í landbúnaði og er honum heimilt að gera samning við Landbúnaðarháskóla Íslands eða aðra háskóla og Hagstofu Íslands eða aðra hæfa aðila um framkvæmd hagþjónustu við landbúnaðinn. Gerður hefur verið samningur við Landbúnaðháskólann um yfirtöku verkefna og munu eignir Hagþjónustunnar einnig færast til skólans.