![]()
Matvælastofnun hefur auglýst eftir dýralækni til að taka að sér almenna dýralæknaþjónustu á þjónustusvæði 2 en innan þess fellur Dalabyggð, Reykjahólahreppur, Strandabyggð, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur og Bæjarahreppur. Gerður verður þjónustusamningur við viðkomandi dýralækni í samræmi við reglugerð um dýralæknaþjónustu í dreifðum byggðum.