Quantcast
Channel: Fréttir frá BBL
Viewing all articles
Browse latest Browse all 13009

Endurskipuleggja þarf landbúnað á Íslandi með sjálfbæra þróun að leiðarljósi

$
0
0
Skynsamlegt hlýtur að teljast að endurskipuleggja íslenska landbúnaðarstefnu með sjálfbæra þróun að leiðarljósi og koma á landsáætlun um landbúnað. Ísland býr yfir gnótt tækifæra í þeim efnum en til að svo geti orðið virðist nauðsynlegt að taka upp svokallaða nýja staðarstefnu, stefnu sem innber að lögð er áhersla á nýtingu aðfanga sem næst framleiðslusvæði þeirra og almenna áherslu á nærumhverfi. Í þessu ljósi er mikilvægasta skrefið að móta rökrétta flokkun á landbúnaðarsvæðum og afurðum, til að auka hagkvæmni og stefna að sjálfbærri þróun. Ef lánast mætti að koma landsáætlun um landbúnað á Íslandi sem byggði á sjálfbærri þróun á koppinn hefði það í för með sér aukið fæðuöryggi á Íslandi, sem og tækifæri fyrir íslenskan landbúnað.

Viewing all articles
Browse latest Browse all 13009