![]()
Í síðasta mjólkursamningi var kveðið á um að hvetja til nýliðunar í stétt kúabænda með fjárframlagi til nýbýlinga. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og fulltrúar Bændasamtakanna og Landssambands kúabænda hafa nú undirritað viljayfirlýsingu um stuðning við nýliðun í mjólkurframleiðslu. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna er kveðið á um stuðning við nýliðun í bændastétt.