![]()
Leikfélag Hólmavíkur frumsýnir leikritið Gott kvöld eftir Áslaugu Jónsdóttur annað kvöld, 29. desember. Um er að ræða barnaleikrit með söngvum fyrir gesti á öllum aldri og eru leikarar alls 22. Leikritið hlaut tilnefningu til Grímuverðlaunanna árið 2008 sem besta barnaleikritið.