![]()
Hópur fólks, félaga og stofnana, gerir alvarlegar athugasemdir við leyfisveiting fyrir ræktun erfðabreyttra lífvera í tilraunagróðurhúsum Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) að Reykjum í Ölfusi að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Eru mótmælin sögð borin fram í kjölfar skoðunar hópsins á því hvaða áhrif leyfisveitingin gæti haft í för með sér og skoðunar á drögum að leyfisveitingu og hvernig málið hefur verið unnið af hálfu Umhverfisstofnunar.