![]()
Stjórn Hestamannafélagsins Funa hefur á nýjan leik sent frá sér tilkynningu vegna ákvörðunar stjórnar Landssambands hestamannafélaga (LH) um val á landsmótsstöðum fyrir árin 2014 og 2016. Bændablaðið birti í morgun fyrri yfirlýsingu Funa. Samkvæmt ákvörðun stjórnar mun landsmót 2014 fara fram á Gaddstaðaflötum en landsmót 2016 á Vindheimamelum. Stjórn Funa er afar ósátt við þær málalyktir en félagið lagði inn umsókn um að halda bæði mótin á Melgerðismelum. Í nýju yfirlýsingunni kemur fram að stjórn Funa geri alvarlegar athugsemdir við að ákveðið hafi verið að mótið 2016 skuli fara fram á Vindheimamelum en ekki hafi legið fyrir umsókn um mótið frá staðarhöldurum þar. Stjórnin hyggst senda málið til meðferðar hjá Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ) á næstu dögum, enda séu vinnubrögð stjórnar LH greininni í heild til minnkunar, eins og segir í yfirlýsingu stjórnar Funa.
Yfirlýsingin er svohljóðandi: