
Hugmyndin um hringrásargarða hefur rutt sér til rúms sem leið að vistvænni iðnþróun í sátt við umhverfi og samfélag og er beintengd heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna (SÞ), sérstaklega markmiðum 9 og 12 um uppbyggingu á umhverfisvænum iðnaði og ábyrgari framleiðsluferlum.