
Á ferð okkar á Internorden-ráðstefnuna í Finnlandi íágúst sl. heimsóttum við stærsta sauðfjárbú Svíþjóðar. Við erum að tala um Norrby Gård í Kungsör sunnan við Mälaren-vatniðí Svíþjóð. Tomas Olsson hóf þar búskap ásamt Önnu, konu sinni, rétt fyrir aldamótin og byrjaði þá með 25 kindur en sauðfjárbúið hefur vaxið fráþeim tíma og í dag eru um 1.000 ær á fóðrum. Á búinu eru einnig örfáir holdagripir af Hereford- og Angus-kyni.