![]()
Starfsmenn Skógræktarfélags Eyfirðinga hafa verið önnum kafnir að undanförnu við að höggva jólatré. Einkum og sér í lagi einbeita þeir sér að stærri trjám sem prýða torg eða standa við fyrirtæki hér og þar og eru allt að 10 metra há að því er fram kemur í nýjasta tölublaði Bændablaðsins.