![]()
Mikið tjón varð síðastliðinn þriðjudagsmorgun þegar vindmylla í Belgsholti í Leirársveit féll til jarðar af mastri sínu. Einn spaði myllunnar brotnaði og við það losnaði hún af mastrinu, rakst í það með tilheyrandi tjóni og féll til jarðar. Frá þessu er greint á vef Skessuhorns.